
Ég vitna hérna í orð Mal3 og sendi inn mynd af einum bíl sem hefur verið litið gjörsamlega framhjá hér heima. Þetta er Fiat Coupé Turbo +, 220 hestöfl, fimm strokka, 20 ventla, tveggja lítra, sex gíra og með betri framhjóladrifsbílnum á markaðnum og frábær lúkker! 6.5 sek í hundrað á móti 5.8 sek á Impreza GT, það er nú ekki slæmt, en Fiatinn hefur hinsvegar meira tog á lægri snúning og hentar því betur dagsdaglega (kraftlega séð).