Quicksilver Messenger Service sem er sögð ein fyrsta Sýru rokk hljómsveitin. Sjálfur hef ég bara hlustað á fyrstu plötuna þeirra og er hún í miklu uppáhaldi þessa dagana og mæli með þeim fyrir alla sem vilja góða sýkadelíu inn í líf sitt.
Dragons of Autumn Twilight er fyrsta serían í hinum magnaða Dragonlance Chronicles þríleik. Sagan fjallar um nokkra vini sem flækjast í mál tveggja flóttamanna sem eru að flýja undan herjum gyðjunnar Thakesis með dularfullan bláan staf.
Þessar bækur halda manni spenntum frá upphafi til enda og eru hreint út sagt frábærlega skrifaðar. Mæli með þeim fyrir alla sem hafa tök á enskri tungu og vilja leita sér að nýju efni að lesa. Þess má annars geta að notandinn Rutep þýddi fyrstu þrjá kaflana úr Dragons of Autumn Twilight og birti hér á Huga.is fyrir rúmum fjórum árum… tékkið á því:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..