IRCrásin #Hugi.is snýr aftur Sælt veri fólkið.

Eftir langa fjarveru er #Hugi.is ircrásin loksins orðin mönnuð svo við hvetjum fólk endilega til að kíkja við. Þetta er upplagt fyrir þá sem vilja spjalla beint við aðra notendur vefsins um hitt og þetta.

Einnig er “botti” þarna sem heldur öllu upplýstu með nýjustu greinar og þræði, þræl sniðugt fyrir þá sem nenna ekki að vafra og vilja fá það nýjasta beint í æð.

Einnig mun ég hanga þarna ásamt nokkrum stjórnendum áhugamálanna og því upplagt að kíkja við ef upp vakna einhverjar spurningar.

Til að fræðast betur um IRCið getið þið farið á vefsíðuna http://www.mirc.com.

Til að tengjast skrifiði /server irc.simnet.is
Til að koma á #hugi.is skrifiði /join #hugi.is eftir að þið tengist servernum.

Hlakka til að sjá ykkur..

Kv,
ZiRiuS
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius