Þetta er verkefni sem við vorum að leysa í skólanum (HR), datt í hug að skutla þessu hingað þar sem ekkert hefur verið að gerast hér í mánuð.

============================================= ===

Lýsing

Verkkaupi: Sparisjóðurinn í Trékyllisvík (ST)
Verklýsing:
ST hefur eitt útibú með 1 gjaldkera.
ST fýsir að vita hver er lengstur biðtími viðskiptavina í biðröð bankans og
Hvað verður biðröðin lengst í fjölda


ST hefur mælt komutíma og afgreiðslutíma í 3 vikur og búið til skrá sem inniheldur upplýsingar um komutíma og áætlaðan afgreiðslutíma fyrir meðaldag í bankanum. Skráin er með komutíma á forminu “kk:mm” og afgreiðslutíma í sekúndum. Skráin heitir komur.dat

Gjaldkerinn getur aðeins afgreitt 1 viðskiptavin í einu og tekur það nákvæmlega þann tíma sem tilgreindur er í færslu hvers viðskiptavinar.
Bankinn er opinn frá 9-17 og er engum hleypt inn fyrir 9 eða eftir 17
Vinnu er ekki hætt fyrr en allir hafa verið afgreiddir

Ykkar verkefni er að búa til forrit sem hermir eftir þessum venjulega degi í ST og skila niðurstöðum til ST um
Hversu löng varð biðröðin mest
Hversu löng var lengsta biðin í ST
Þegar
A) bara er 1 gjaldkeri
B) ef það eru 2 gjaldkerar

Skorður
Verkefnið skal leysa með STL klösum
Nota skal STL klasa og iteratora þar sem því verður við komið líka í innlestri á gögnum frá Komur.dat
Verkefnið skal vera hlutbundið og skal skipta upp í klasa og nota erfðir eftir því sem hentar
Þetta er hermunarverkefni

Skránna er hægt að nálgast hér
http://www.ru.is/nemendur/einar01/komur.dat

=== =======================================================

Gaman væri ef einhver mundi nú leysa þetta og koma með niðurstöðurna
Kveðja