Það væri fróðlegt að fá smáskoðunarkönnun í tilefni af könnuninni um stéttarfélag “hugbúnaðarsmiða” um hver laun þeirra eru í raun. Nú hefur toppnum verið náð í þeirri bylgju sem gekk fyrir þjóðfélagið og heiminn en bakfallið er að ná hámarki. Í Ameríku ganga mjög margir “hugbúnaðarsmiðir” atvinnulausir og hérna hefur verið nokkuð um uppsagnir. En hver eru laun fólks í þessum geira í dag eftir “leiðréttingu” undanfarið ár?
Ég myndi giska á laun á bilinu 300 og upp í 800 þúsund. Hvað segja hugverjar?