Best að prófa viðbrögðin korkinum…

Ég hef barist við það í smá tíma að fá að ráða úr hvaða bakka blöðin mín prentast, án þess að þurfa að velja það í prentaravalmyndinni (frá windows).

Málið er að Cannon prentari sem er á vinnustaðnum skilgreinir sína bakka sem ‘Top’, ‘Middle’, ‘Bottom’ o.s.frv. og á honum get ég valið hvar prentast.

Allir aðrir prentarar sem ég vinn með eru HP og þeir skilgreina bakkana sem ‘Tray 1’, ‘Tray 2’ o.s.frv. og í þá bakka get ég alls ekki valið að prenta.

Til að skilgreina vandann betur þá er hugmyndin sú að geta prentað beint á hauspappír án þess að þurfa að velja það í hvert skipti.

'Þetta var hægt í gamla kerfinu, af hverju er þetta ekki hægt í því nýja?' er söngur samverkamanna (kvenna) minna, þið hafið sennilega allir heyrt hann en alltaf fer hann jafn mikið í taugarnar á mér :-)

Von um góð svör….

massi