Þetta ætlar ekkert að virka!

Jæja, aftur bið ég um hjálp.

Var að skrifa lítið fractal forrit og notaði
við það gluggadrasl sem kallast wxWindows.

Nú, forritið keyrir fínt, mas næstum orðið flott!
Þeas, það virkar flott undir linux.

Nú, wxWindows á að vera platform independent. Svo
ég náði í windows útgáfuna og, eftir smá basl,
tókst að setja það upp.

Mér hefur tekist að porta forrit yfir auðveldega, sbr
vasareikninn minn. En þegar kemur að einhverju sem
þarfnast teikninga, þá bara hreinlega virkar það ekki.

Forritið compilar, keyrir, en þegar kemur að því að
TEIKNA eitthvað stoppar það. Hættir að taka við skipunum.
Neitar meiraðsegja að lokast.

Að svo stöddu get ég eiginlega ekki gefið neitt ítarlegri
upplýsingar því ég hreinlega hef ekki glóru um hvað er í
gangi.

Er einhver sem, tja, hefur lent í því sama, og veit hvernig
á að bregðast við?<br><br>“Allar reglur hafa undantekningu nema þessi”