Sælir hugarar.
Málið er að ég er að hanna application í JAVA og ég þarf að láta icon í systemtrayið fyrir forritið. Ég veit að þetta er ekkert sérlega sniðugt og tekur portabilityið á milli stýrikerfa af forritinu en engu að síður þá verð ég að gera þetta. Ég hef verið að reyna að skoða og prófa alls kyns greinar og tutoriala á netinu þar sem maður notar JNI og kallar í WIN32 appl. sem maður býr til en það gerir yfirleitt svo miklu meira en það sem ég þarf að gera. Ég þarf bara að hide/unhide þegar smellt er á iconið. Lesturinn hefur því reynst mér flókinn. Er hér einhver sem kann þetta og gæti sýnt mér þetta. Eða alla vega reynt að ýta mér eitthvað áfram í þessum málum.