Góðan daginn

Ég er alveg nýr í Java og það eina sem ég hef gert er Hello World! forrit sem mælt er með fyrir byrjendur. Mjög auðvelt en það er þó byrjun.
En ég skil ekki conceptið á bakvið public static void main (String[] args) og System.out.println() en veit þó hvernig það virkar. Getur eitthver útskýrt fyrir mér hvað orðin í þessum skipunum tákna eða á ég að sætta mig við að svona er þetta nú bara? 

Er kannski til eh snilldar netsíða sem kennir svona algjörum byrjendum eins og mér?


Svona gerði ég þetta: 

public class HelloWorld {
 
public static void main(String[] args) {
System.out.println("Hello World!");
 
}
 
}