Góðan dag Hugarar!

Nú er staðan þannig hjá mér að ég er að velta fyrir mér að fara í frekara nám. Eitt af því sem ég hef verið að skoða er að fara í tölvunafræði og líst mér nokkuð vel á það. Þó er einni spurningu ósvarað!

Hvernig eru kaup og kjör í greininni þessa dagana?

Fyrir nokkrum árum heyrði maður hinar ótrúlegustu upphæðir en eftir því sem mér best skilst er það liðin tíð og hafa tölvunarfræðingar í dag nokkuð eðlileg laun.

Ég aftur á móti geri mér enga grein hvað teljast vera eðlileg laun í þessari grein og óska ég eftir einhverjum vísbendingum frá þeim sem starfa í geiranum hvað nýútskrifaður tölvunarfræðingur geti búist við að hafa í laun þegar hann fer út á vinnumarkaðinn.

Ég er ekki að óska eftir að fólk gefi upp sín eigin laun, heldur miðli einungis af þeirri reynslu sem það hefur af þessum markaði.

Bestu kveðjur og gott sumar - einn í vangaveltum.<br><br>| Stjórnun er sú list að framkvæma hluti í gegnum störf annarra |