Góðan dag kæri lesandi

Mig langar að komast í kynni við forritara sem hefur þekkingu á síma app forritun að einhverju leiti og er þokkalega sjálfbjarga vegna hugmyndar sem hefur verið borið fram fyrir nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Hugmyndin er að mörgu leiti full unnin og út hugsuð, það eina sem þarf er að setjast niður með forritara og slá niður loka niðurstöður og smá atriði vegna þessa smá forrits.

Sjálfur kæmi ég til með að full vinna UI að fullu í samráði við forritara.

Möguleiki er á því að ef allt fer af óskum, gæti verið möguleiki á framtíðar samstarfi fyrir fleiri metnaðarfull verkefni á sviðum margmiðlunar.

Ef þú ert að leitast eftir tækifæri til að fá nafn þitt sett við verkefni, eða langar að byggja upp atvinnutækifæri innan forritunar, þá gæti þetta verkefni nýst þér.

Fyrir frekari spurninga, sentu mér IM.