Hæ,

Mig langar að vita hvort einhver hafi verið að nota Visual Studio.NET með Windows XP Professional og lent í svona vandamáli ?

Alveg frá Beta 2 hef ég ekki getað keyrt VS.NET almennilega undir Windows XP, bara 2000. Vandamálið er með viss Winforms control, sérstaklega ListView. Það lýsir sér þannig að oft þegar ég er að vinna með ListView control (detail view með grid), fer með músina yfir controllið (hún breytist í svona örvakross) þá er eins og allt input í IDEið frjósi, cursorinn helst sem örvakross og ekki virkar að ýta á neinn takka á lyklaborðinu, smella á hluti né hægri-smella í taskbar til að gera close. Hinsvegar er ennþá verið að Painta gluggann og CPU usage er farið í 100%. Þetta er svona endalaust þar til ég drep devenv.exe í process manager.

Endilega ef einhver kannast við þetta vandamál… ég var að enda við að formata, setja XP og VS.NET uppá nýtt á einni vél og það er sama vandamálið. Einnig hef ég séð sama gerast á laptop vél með XP..

Ég er búinn að prófa allt.. uppfæra í XML 4.0 SP1 (hefur lagað vandamál hjá sumum á MSDN newsgrúppunum) og eiginlega allt sem mér dettur í hug (m.a. IE6 SP1 betu) og er núna alveg við að henda út XP af þessari vél og setja inn 2000.. það er ekkert vandamál með það og VS.NET á aðal vinnuvélinni hjá mér :P
<br><br>-
Skarsnik