Sælir allir.
Ég er nemandi í HR og þar sem allir nemendur þar fá aðgang að svokölluðum “campus” pakka frá Microsoft, þ.e öll helstu forritin frá Microsoft eru okkur aðgengileg annað hvort á innra neti skólans eða keypt á skrifuðum diskum.

Nýlega kom svo Visual Studio.net á innranetið, og ákvað ég að skrifa það (í raun voru bara fyrstu 5 diskarnir af 7 til boða)

Öllu dótinu var raðað í möppur sem sagði bara nr hvað diskurinn væri… og tók ég hverja möppu fyrir sig og skrifaði innihaldið beint á diskana, og hafði labelið cdi (þar sem i var númer disksins).

Þegar ég svo kom með dótið heim og byrjaði að installa því, þá gekk uppsetning á fyrsta disknum í smá stund (hún kóperaði skrár á harðadiskinn og e-ð stuff) . Síðan koma þessi undarlegu skilaboð: Please insert the disk: Visual studio.net Enterprice developer - English Disk 1

En það skrítna var að umbeðinn diskur var í drifinu. Þessu er ég ekkert að botna í og er að spá hvort þetta sé e-ð copy protection… eða að labelið skipti máli.. eða að einhverjar hidden files hafi ekki komið með….

Einhverjar hugmyndir????