Fyrsta fyrirspurnin var kannski ekki nógu hnitmiðuð…

Málið er að ég er með verkefni í höndunum sem gengur út á, að nokkur fyrirtæki eru með nokkurskonar “skráningar & utanumhaldskerfi” sem er algerlega sett upp í Access.
& keyrt upp í Access umhverfi.

Mitt verkefni er (ef af verður) að gera notendum kleyft að skoða sína stöðu inní kerfinu og gera vissar breytingar (gera & vista færslur) - SUMSÉ í gegnum nettenginu - annað hvort á vinnustað (intraneti) eða heimanfrá (internet).

Ég er bara svona að spá í hvaða leið maður á að fara í þessu - hvaða efni maður á að fara að stúdera & hvaða tól skal svo nota. - ég verð að miða við Access 97/2000 en ekki A.2002 (sem býður uppá, að mér skilst “Form export yfir í ASP” ((Data Access Page er það kallað)) - sem hefði einfaldað málið mikið)

Get ég notað tól eins og ASP.NET (sem virðist alveg gríðarlega sniðugt og öflugt) - eða lendi ég þá í einhverjum “backward compatibility problems” (afsakið sletturnar…)við Access 2000.??

þetta er kannski bara spurning um að leggjast yfir ASP 3….??

Eins og má ráða af “byrjendalegum” pælingum hef ég litla reynslu af því að skrifa Client/Server prógrömm, en einvherstaðar verður maður að byrja, - minn skóli / reynsla er í OOriented hugb. á Client eingöngu (Delphi) og svo forritun fyrir hópvinnukerfi (Lotus Notes)

Ég hef svosem þúsund aðrar spurningar varðandi verkefnið hér að ofan, en læt þetta duga í bili - og vona að þið spekingarnir takið okkur græningjunum vel og ráðið okkur heilt.

;)

Með Þökk & kveðju, Codex