Málið er það að ég er með ADSL router og það kemur stundum fyrir að línan “hengur” og routerinn heldur að hann sé ennþá tengdur en netið er óvirkt. Ég er með forrit sem pingar reglulega út á internetið og ef það kemur ekki reply þá get ég látið forritið starta einhverri skrá að mínu vali og í þessu tilfelli vil ég starta “restart.bat” sem ég er að reyna að búa til og láta hana Telnetast inn á rouderinn og gefa skipunina restart þannig að rouderinn restarti sér. Ég kann bara akkúrat ekkert í þessari blessuðu forritun nema ég næ að láta starta Telnet en ekki láta það logga sig inn automatiskt og senda restart skipunina. Er einhver hérna sem gæti gefið mér smá aðstoð og sagt mér hvaða skipanir ég þarf að hafa inn í .bat skránni til þess að það gerist.