Ég er ekki með neina reynslu af forritun en ég varð mér útum nokkrar “For dummies” bækur fyrir c++ og svo java. Ég er með eindæmum latur og væri því til að fá smá ábendingu hvað væri hentugra að byrja á (Java eða C++) fyrir mann sem kann ekki mikið á tölvur (til að gefa ykkur hugmynd um það þá tók mig t.d 7 klukkustundir að finna út hvernig ég gæti skrifað þessi skilaboð!….. Neinei smá djók) ég nenni nefnilega helst ekki að lesa kanski vel af annari bókinni ef hitt hentar mér svo betur.

Takk fyrir.