Góðan dag,

Ég er að forrita í openCV og er að útfæra földun(e. convolution). Er einhver leið fyrir mig að búa til fall sem tekur inn fylki af mismunandi stærð.

Þ.e. get ég tekið inn fylki af stærð 3x3, 5x5 og 9x9 t.d.

int convKern[3][3] =…
int convKern1[5][5] = …
int convKern2[9][9] = …

Fallið sem ég er þegar með tekur inn tvær myndir af gerðinni IplImage

void convolution(IplImage *imgOrg, IplImage *imgDest);

Ég vona að þið skiljið hvað ég á við með þessu, og getið leiðbeint mér

kv. Finisboy