Er byrjandi í forritun og er að læra Java.
Erum að fara yfir FYLKI þessa dagana (Arrays)

Allavega… vandamálið er:

Skrifa bara allt sem beðið er um, svo enginn ruglingur verði:

“Búðu til forrit (Applet) sem hefur eitt TextField, eitt TextArea og tvo takka. Sé skrifað nafn í textfield og ýtt á fyrri takkann á forritið að bæta nafninu í fylki af strengjum. (Síðan næsta nafn og það fer í næsta fylki, koll af kolli)
Sé ýtt á seinni takkann á forritið síðan að skrifa öll nöfnin í fylkinu í TextArea.”

Er búinn að búa þetta til að mestu en þegar ég ýti á seinni takkann til að skrifa út nöfnin, kemur bara saman nafnið út. semsagt er í öll fylkin síðasta nafn sem ég skrifaði inn. Semsagt festir ekki hvert nafn fyrir sig í fylkin og skrifar síðan út þegar ég ýti á seinni takkann.

Er með fylki fyrir 5 nöfn í þessu tilviki. (0-4)

smá dæmi:
Gerði þetta fyrir hvert array, til að sækja textann:

array[0] = new String(tf.getText());
//osfrv…



Ef einhver má vera að því að svara mér og segja mér hvað ég geri vitlaust þá væri það snilld :)

Kveðja