Sælir

Er algjör imbi þegar kemur að forritun og þess vegna ákvað ég að kasta fram spurningu minni hér í von um hjálpleg svör.

Hugmyndin var sú (ef það er nú þegar til, frábært)

að vera með leitarsíðu íslenska sem kallar fram leit í gegnum smáauglýsingar á mörgum síðum í einu.

Með vissa yfirflokka samanber

-Farartæki
-Hljóðfæri
-Húsnæði

o.sfrv


Er þetta til? Ef ekki, hvernig væri best að gera þetta?
S.s. sameiginleg leitarvél helstu bílasalna á landinu.

Aðallega forvitni í mér en gaman væri að vita hversu erfitt/Stórt þetta verkefni væri, hvaða kóðun/forritunarmál væri best og þess háttar.