Æðislegt að sjá Fjölnir forritunarmálið í könnuninni en engin vótar það :P Þori að veðja að sendandi hefur setið tíma í HÍ hjá Snorra Agnarsyni. Ég var í námskeiði í HÍ sem heitir einfaldlega Forritunarmál kennt af fyrrgreindum sem er einn höfunda Fjölnis, og að sjálfsögðu var okkur kennt á þetta göfuga mál :)

Málið er á íslensku sem er soldið öðruvísi eins og eftirfarandi dæmi sýnir:
"slembi" =
{
slembi ->
 stef(;)
 innflutt sæði
 stofn
  ef sæði þá
   sæði:=sæði * 513 + 1801,
  annars
   sæði:=12345,
  eflok,
 stofnlok
}
*
{ sæði -> breyta }
;

Fannst þetta alltaf frábær íslenskun á orðinu ‘seed’ :D

Ég er ekki alveg viss hvar maður getur nálgast málið, ég get en náð í það í gegnum uglukerfi háskólans en veit ekki með hina.