Hef ekkert séð minnst á það þau fáu skipti sem ég hef skoðað þetta áhugamál.

Ég þurfti að læra á þetta í kúrs í HÍ hafði engan forritunargrunn að baki og langaði að segja að þetta varð furðu gaman þegar maður loksins náði þessum forritunar hugsanahætti.

Það er mjög gaman að búa til alskonar stærðfræði forrit og einfalt og þetta getur flýtt mikið fyrir manni í hvers kyns fylkjareikninum og tölfræðilegri úrvinnslu.

það er mjög einfallt að skilgreina breytur og föll og tonn af föllum innifalin í matlab. Auðvelt að lesa inn upplýsingar og vinna með mikinn fjölda talna eða keyra forrit fyrir stór talnafylki.

Langaði bara aðeins að minnast á þetta fyrir þá sem ekki þekkja ef það eru einhverjir.