Góðan dag gott fólk!

Jæja, núna er komið að því - maður er að stíga skrefin í átt að .NET og kanna möguleika þess.

Ég er samt með nokkrar spurningar til þeirra manna sem hafa unnið eitthvað með C# og öðlast reynslu í þeim undarlega heimi :) Það myndi auðvelda mér mjög mikið og flýta fyrir mér í að ákveða hvort ég sé að fara rétta leið að nota C# í staðinn fyrir t.d. Java.

1. Hvað er það innan .NET sem er sambærilegt við Servlet/JSP? Þá sérstaklega Servlet.

2. Hvað er notað í .NET í staðin fyrir EJB baunir? Hvernig er tengingin á milli þess sem er Servlet í Java (sjá spurningu 1) og yfir í þessar “baunir” sem .NET býður upp á?

3. Hvar er best að leita sér að efni til að lesa á netinu varðandi þessi mál? Eitthvað sem er ekki smitað af trúarbrögðum þeirra sem trúa á Mr. Gates :) Ekki verra ef góð dæmi fylgja þar með.

Ég er búinn að skoða þessi mál lauslega og er nú kannski ekki alveg jafn grænn og spurningarnar bera með sér. Engu að síður er eins gott að fá þetta rétt frá byrjun og væri það frábært ef einhver gæti tekið sér örstutta stund til að útskýra þetta í grófum dráttum.

Bestu kveðjur! - thatman<br><br>| Stjórnun er sú list að framkvæma hluti í gegnum störf annarra |