Daginn,

málið er það að hópurinn minn í skólanum erum að vinna að tilraun. Við erum með yfir 1000 data fæla í forriti sem kallast Logger Pro 3 með upplýsingum um Hjartalínurit og blóðþrýsting.

Yfirleitt virkar að forrita lítinn m fæl í matlab sem les þessa fæla og býr til gröf. En það er ekki hægt eins og er.

Þessvegna þurfum við núna að opna hvern og einn data fæl í logger pro og exporta data fælinn út í .txt fæl svo Matlab geti lesið þá, það tekur soldið langann tíma með yfir 1000 fæla að opna hvern og einn fyrir sig og klikka á export.
Svo spurning mín er þess:

Get ég búið til lítið forrit í java eða þessvegna bara .bat fæl sem að opnar LoggerPro.exe og framkvæmir þessa export as txt framkvæmd fyrir mig, þessvegna fyrir alla datafæl í ákveðnu folderi?

Opnaforrit->framkvæma aðgerð í forritinu….