Mig langar að læra forritun en ég hef ekki tök á að fara í skóla þannig að annaðhvort er um sjálfsnám að ræða eða fjarnám. Ég hef fiktað við forritun í visual basic og einnig turbo pascal en það er orðið þó nokkuð síðan. Ég á sjálfur visual basic 5.0 og Delphi III Professional. Ég hef rekist á margar bækur á markaðnum og eru margar þeirra nokkuð dýrar svo að það er betra að versla réttar bækur, bara hvaða bækur? Kannski getur einhver hér gefið mér ráðleggingar og jafnvel bent mér á góðar síður á netinu sem gætu hjálpað mér af stað.
Með fyrirfram þökk
M