Ég veit að þetta er ekki /stærðfræið, en þar sem það er ekki til ákvað ég að leita á náðir ykkar forritra, þar sem að þið eruð svona oftast gáfaðri en meðakmaðurinn, en pælingar mínar eru þessar:

í lottoi eru dregnar 5 tölur með 38 möguleikum hver, hverjar eru líkurnar á því að fá allar tölur réttar?

Málið er það að eftir smá tíma með reiknivélina komst ég að því að líkurnar hlytu að vera 1/38*1/38*1/38*1/38*1/38=1/79235168 eða 38**5=79235168.

En eftir nokkrar pælingar áttaði ég mig á því að þetta gæti ekki staðist þar sem það skiptir ekki máli í hvaða röð maður fær tölurnar, heldur bara að maður fái þær réttu, ekki rétt?

Svo að lokaspurningin er þessi: Hverjar haldið þið að séu líkurnar á því að vinna í íslensku lottói?