Sæl,

Ég er að reyna að láta Python lesa gögn sem koma yfir serial port frá PIC 16F877A örgjörva. Ég er búinn að liggja yfir þessu í langan tíma núna og kemst ekki til botns í þessu. Áður en ég byrja að gera eitthvað ætla ég að fá Python forritið mitt til að skrifa gögnin út. Hér er kóðinn minn:

import serial
ser = serial.Serial('/dev/ttyS0', 9600, timeout=None)
while 1 :
        x = ser.read()
        print x

Ég nota síðan EasyPIC 4 borð til að brenna á PIC-inn og þann kóða fékk ég í examples um USART sem fylgdi compilernum. Þar sem ég er ekki með þá tölvu eins og er þá man ég ekki nákvæmlega hvernig forritið er, ég kem með það síðar. Er einhver sem hefur lent í svipuðu veseni og ég og hefur fundið lausn?

kv. Finisboy