Mig langar svolítið að læra á C/C++. Fyrir nokkru síðan var ég eitthvað að fikta í því og náði að gera glugga með takka sem opnaði annann glugga, afrek :) , svo ég er ekki alveg ókunnur því.
Ég hef verið að dunda mér af og til í Visual Basic í nokkur ár og kann eitthvað smá en finnst tímabært að “halda áfram” :) , en auk þess hef nokkra reynslu af tölvum yfirhöfuð.

Mig langar semsagt núna að kaupa mér einhverja bók og byrja að æfa mig, en mig vantar smá ráð. Hvaða bók mælið þið með og hvaða “forritunarforrit” ætti ég að nota? Borland, Visual Studio… ?
Er ekki betra að byrja á C áður en maður fer í C++?
Btw. ég nota Win2k.

Með fyrirfram þökk