Þarf að skila þessu eftir svona 2 daga og skil lítið sem ekkert í þessu java drasli.. Enn dæminn eru svona:

(ReikningsProf) Búið til forrit sem leggur mismunandi fjölda reikningsdæma fyrir notandann.
Í hverju reikningsdæmi leggur forritið dæmi fyrir notandann þ.e. biður notandann um að leggja saman tvær tilviljunarkenndar tölur á bilinu frá 0 til 9. Forritið svarar hvort svar hvers dæmis sé rétt eða ekki.

Til að fá 10 fyrir þetta verkefni þarf forritið að gefa notandanum einkunn, t.d. ef lögð eru fyrir 10 dæmi og 8 eru rétt þá færi notandinn 8 í einkunn.

Forritið byrjar á að spyrja hversu mörg reikningsdæmi eigi að leggja fyrir.

Dæmi um keyrslu forritsins gæti verið:

Hvað viltu reikna mörg dæmi: 4

Hvað er 7 + 1? 8
Rétt svar
Hvað er 9 + 2? 11
Rétt svar
Hvað er 2 + 3? 6
Rangt svar
Hvað er 5 + 3? 8
Rétt svar
Þú fékkst 7.5 í einkunn

Margföldunartafla1

Búið til forrit sem skrifar úr eina línu í marföldunartöflu. Forritið spyr um hvaða línu eigi að skrifa. Ef t.d. er beðið um línu 3 ætti að skrifast:

3 sinnum tafla: 3 6 9 12 15 18 21 24 27 30


(TommurCmMenu) Búið til forrit umbreytir tommum í sentimetra eða öfugt. Forritið býður upp á þrjá valmöguleika sem eru:

1. Umreikna tommur í sentimetra
2. Umreikna sentimetra í tommur
3. Hætta í forritinu

Forritið spyr um hvort umbreyta eigi tommum í sentimetra eða sentimetrum ítommur. Forritið spyr síðan um aðra stærðina en reiknar hina. Forritið notar föll til að umreikna lengdirnar. Forritið endurtekur vinnslu þar til notandi velur að hætta. Í einni tommu eru 2,53sentimetrar.