Mig vantar að geta gert forrit sem les inn tvær tölur, annars vegar lánsupphæð og svo fjölda afborgana. Forritið á svo að taka lánsupphæðina og deila með fjölda afborgana. T.d. slæ inn 120.000 og svo 12 í fjölda afborgana, þá fæ ég að afborgunin er 10.000. Svo á forritið að prenta út og sýna hvernig lánsupphæðin lækkar og endar á 0. Sem sagt draga afborgunina frá lánsupphæðinni þar til hún er orðin 0.

Það væri þá:
120.000
110.000
100.000
90.000
…and so on.

Ég er byrjandi og er pikkfastur í þessu. Þetta er það sem ég er kominn með:
import java.util.Scanner;
public class AfborgunLans {
  public static void main(String[] args) {
    Scanner lesa = new Scanner(System.in);
    
System.out.println("Sláðu inn upphæð láns: ");
                          double upphaedLans = lesa.nextDouble();                         
                         
System.out.println("Sláðu inn fjölda afborgana: ");
                          int fjoldiAfb = lesa.nextInt();

Ég geri mér grein fyrir að ég þarf að setja þetta í einhvers konar lykkju og sem keyrist áfram þar til lánsupphæðin er orðin 0. Ég á hinsvegar erfitt með að átta mig á hvernig ég á að útfæra það.

Ég er kominn með teljara fyrir fjöldann á afborgunum. Hann er hér:
for (int i=1 ; i <= fjoldiAfb ; i++)
       System.out.println(" " + i);

Getur einhver veitt mér smá aðstoð með þetta? Það á líka að gera ráð fyrir vöxtum og einhverju en ég þarf ekki að setja það strax inn. Ef einhver getur hjálpað mér af stað með þetta þá veit ég að ég næ að fikra mig sjálfur áfram.

Vinsamlega engin skítköst, ég er bara byrjandi…