Mér datt í hug að velta nokkrum nýlegum hugtökum upp og vita hvort að það séu til íslensk orð yfir þau (svona í framhaldi af þræðinum hérna á undan).

Sérstaklega umgengst ég nú Enterprise Java umhverfi og mig langar að heyra hvort einhverjir séu búnir að þýða eftirfarandi hugtök yfir á íslensku :

Enterprise, (as in Enterprise Java Beans, og J2EE),

Persistence, og þá í sama skilningi og Container Managed Persistence eða Bean Managed Persistence (CMP,BMP)

ApplicationServer (hef heyrt t.d. viðfangamiðlari),

Design patterns,


hmm jæjja mér dettur ekkert fleira í hug…
það er s.s. ekki þannig að ég skilji ekki hvaða merkingu orðin hafa heldur bara langar mig til að eiga íslensk orð yfir sömu merkingu, háskólarnir hafa löngum verið þekktir fyrir að sníða orð eftir þörfum smbr. upphlutir fyrir applets og bendar fyrir pointera, sem eru ágæt orð.

kveðja

<br><br>[reynir þ. hübner]
[<a href=mailto:reynir@hugsmidjan.is>reynir@hugsmidjan.is</a>]