Ég hef ekki hundsvit á forritun, en myndi gjarna vilja geta gert eitthvað, og hugsaði með mér að Delphi væri þá kannski sniðugt til að hjálpa mér við það. Ég er búinn að kíkja á Borland síðuna og sá að Delphi 6 personal edition er ókeypis - Stór bónus. Spurningin er svo hvort þetta sé eitthvað sniðugt fyrir mig, þar sem ég kann ekkert á þetta og pakkinn er yfir 140Mb - hvað ef hann gagnast mér ekkert? Delphi er einfalt, eða hvað? Ég veit allavega að mörg af þeim forritum sem ég nota eru gerð í Delphi, svo að því leiti lokkar pakkinn.

Hvað segið þið forritarar, er þetta sniðugt, eða ekki?