Sælir.. ég er í stökustu vandræðum með lítið teikniforrit sem ég er að gera sem verkefni fyrir skólann.
Ég er ekki búinn með mikið meira heldur en að gera notendanum kleift að teikna fríhendis á picturebox en það sem er að pirra mig er að alltaf þegar ég minimize-a forritið mitt þá hverfur allt sem búið er að teikna.

Nú er ég búinn að vera að reyna að lesa mér til um þetta í þó nokkurn tíma og mér hefur tekist að láta þetta hætta að hverfa svo lengi sem ég nota ekki picturebox, það er að segja ef ég læt teikna beint á formið, en ég vill endilega hafa þetta þannig að ég geti notað picturebox án þess að allt hverfi… Veit einhver hvernig ég geri það?
Kv.