Ég veit að það er til einföld jafna fyrir þetta vandamál sem ég er að glíma við en einhverra hluta vegna er þetta að vefjast fyrir mér.
Málið er að mig vantar jöfnu fyrir tölvuleik sem ég er að búa til jafnan á einfaldlega að reikna út líkurnar á því að árásaraðilinn hitti andstæðingin þegar hann reiðir til höggs, enskt heiti væri to-hit equation.
Jafnan er einföld að því leyti að það er eingöngu tvær breytur í henni þ.e styrkur þess sem ræðst og vörn þess sem verst.
Hér er það sem ég er kominn með:
y=50+((vörn*50)/styrkur)*((styrkur/vörn)-1)
Þessi jafna virkar ef styrkur > vörn. Ég fann það aðra jöfnu:
y=50*(styrkur/vörn)
Þessi virkar hinsvegar aðeins ef styrkur < vörn.
Mig vantar jöfnu sem sameinar þessa þætti þ.e þegar (styrkur/vörn)->&#8734; þá y->100
og þegar (styrkur/vörn)->0 þá y->0
M.ö.o sama hversu sterkur árásaraðilinn er þá mun hittni hans aldrei ná 100% og sama hversu mikla vörn andstæðingurinn hefur þá mun hittni árásaraðila aldrei ná 0%
Ath: styrkur > 0 og vörn > 0

Ég er kannski ekki að sjá tréin fyrir skóginum en öll hjálp er vel þegin.

Bætt við 17. janúar 2007 - 22:55
Mig vantar jöfnu sem sameinar þessa þætti þ.e þegar (styrkur/vörn)->&#8734; þá y->100
&#8734 á að tákna óendanleika, hugi styður greinilega ekki það tákn.