Ég tók bók á bókasafninu sem heitir því skemmtilega nafni C++ og hún er skrifuð árið 1998.
Svo skrifaði ég nokkur forrit í henni á Dev-C++ en sum forritin virka ekki vel.
Eins og eitt forrit sem á að breyta gallonum í lítra og opnast í DOS (held ég, svartur gluggi eins og command prompt) og þegar ég skrifa inn tölu þar þá lokast glugginn bara.
Er þetta of gamlir kóðar í bókinni eða?