Vildi bara benda á að Google er farið að bjóða upp á hosting fyrir open source verkefni. Ég er búinn að vera skoða þetta aðeins og ég held alldeilis að ég mundi bara jafnvel skipta yfir í þetta.

sf.net sem hefur hýst mörg verkefnin með sóma er komið í vandræði vegna stærðar sinnar og eru ýmsar þjónustur oft niðri í marga daga. Forge þjónustur eins og rubyforge.org reyna að vera of mikið allsherjar project management kerfi en í staðin þá er það bara ruglingslegt og gerir allt bara hálf illa.

Google Code Hosting er lítið og to the point. 100mb SVN repo fyrir verkefnið þitt og trouble ticket system. Ekkert meira, ekkert minna. Ekkert forum eða news kerfi vegna þess að það eru þegar þarna úti betri lausnir til þess svo maður nefni google groups sem augljósasta dæmið.

http://code.google.com/hosting/