Ég kann þónokkuð í c++ en hef ekkert fært mig út fyrir console forritun, ástæðan fyrir því er sú að ég hef ekki fundið neitt kennsluefni fyrir þetta stig, það eina sem ég finn eru byrjendabækur sem kenna console forritun (og ég er búinn að lesa nokkrar slíkar) og síðan miklu meira advanced bækur.

Ég er að leita að einhverju Visual, helst c++, eitthvað gluggadrifið, en EKKI eitthvað sem er byggt á “handhægum dæmum” (ýttu á þetta, copy-paste-aðu þennan kóða inn og TaDa, þá virkar þetta…).
Ég vil fá ÚTSKÝRINGAR, ég vil vita nákvæmlega hvað er að gerast, hvernig forritið mitt tengist inn í windows stýrikerfið sjálft, hvernig það fer að því að “smíða” gluggana og bregðast við inntaki.
Low Profile