Jæja, forritun eða umbrot… það má alltaf reyna.

Er einhver hér sem kann að tekka að einhverju ráði? Ég var að prófa macro pakka sem heitir ConTeXt, sem virðist frekar sniðugur. Hann bíður upp á auðvelda myndvinnslu, (x,y) staðsetningu og eitthvað fleira sniðugt, í raun hannaður fyrir DTP (desktop publishing).

Nú er vandamálið (eins og ALLTAF!!) íslenskir stafir. Hefur einhver heyrt um ConTeXt og kann að mixa þetta, eða kann jafnvel einhver að mixa íslenska stafi í plain TeX?

Það er eitthvað grunsamlegt við það hversu einfalt þetta er í LaTeX…