Sælir Hugar

Ég velti því fyrir stundum, hvað er forritun nú til dags. Í gamla daga voru menn yfir sig glaðir með þessi “nýtísku” gataspjöld og fólk þurfi að hafa fyrir forritun. Þá þurfti maður virkilega að hafa fyrir forritunum því ef maður gerði gat á vitlausum stað þá var ekki hægt að ýta á BACKSPACE eða gera File->Save. En núna á dögum What You See Is What You Get er fólk að gera forrit sem hjálpar við að gera forrit. Wizardar og annað slíkt ræður. Ég er kannski gamaldags en hvað mig varðar … vil ég geta skrifað minn eigin kóða.

Kveðja
einsi