Þannig er mál með vexti að ég er að forrita svona turn based strategy leik og miðar ágætlega. Ég er að forrita núna árásarhaminn, þ.e ef næsta unit sem valið er í árásarham er ekki í sama liði og það unit sem er “active” þá fer heilsan á fyrrnefnda unit-i í 0 þ.e það eyðist, ég er sem sagt að reyna útleiða þetta þannig að þegar unit eyðist, hverfur það af borðinu. Unit-in eru táknuð með ImageIcon sem ég teiknaði sjálfur og það er ekkert mál að láta það hverfa en vandamálið er að taka allt unitið í burtu ekki bara iconið.
Constructorinn býr til eitt tilvik af umræddu unit-i með “new” skipun, er ekki hægt að eyða því aftur með einhverskonar “delete” skipun eins og er í c++?

Í stuttu máli: Ég vill henda unit-inu í burtu þegar það deyr þannig að enga upplýsingar séu til um það lengur, eins og það hafi aldrei verið til.