Lendi alltaf í þessu sama veseni með einfalda perl/java forritun þar sem command prompt er notað… Íslenskir stafir birtast vitlaust.

t.d. ef ég skrifa í textaritlinum mínum í Windows XP:
print “Halló heimur!”;
og keyri síðan þessa skriptu í perl (nota ActivePerl) verður átpúttið með 3/4 merki í stað ‘ó’.

Ef ég fer aftur í gamla dos editorinn og breyti þessu þar í ‘ó’ kemur það rétt út, en þá ef ég sendi átpúttið í skrá og opna hana í Windows, fæ ég eitthvað furðulegt í staðinn fyrir óið þar.

Verra er þó að séríslenskir stafir sendir til forritsins í command prompt virka alls ekki. Svo ég komi með annað einfalt dæmi:
print $ARGV[0];
Ef ég keyri forritið með argjúmentinu ‘Halló’ fæ ég aftur gamla 3/4 merkið, og það sem verra er engin leið til að fá þetta til að virka:
if ($ARGV[0] == “halló”) {
print “Þetta keyrist aldrei”;
}
else {
print “Drasl…”;
}

Ég reikna með því að fleiri hafi lent í þessu, en hefur einhver lausn á vandamálinu?