Daginn

Ég er í Töl 103 í skólanum mínum og þarf að skila inn verkefni nú fljótlega og fellst það í því að hanna smá forrit sem getur búið til skrá yfir geisladiska. Á að bjóða notandanum að skra geisladiska, lesa úr forritinu og hætta.

Ég er búin með þann hluta sem snýr að því að skrá, lesa og hætta, en vandamálið mitt er það að þegar notandin les hvaða diskar eru nú þegar skráðir þá á ég líka að segja honum hvað það eru margir diskar skráðir í heild(fjöldi diska skráðir). Ég er búin að vera að leita nú í 2 daga eftir svari hvernig ég geri það og ekkert fundið. Einhver hér sem veit það?