Gott kvöld,

Ég ætlaði bara að hvetja fólk til þess að skrifa undir undirskriftalista á noepatents.org kynna sér þá á nosoftwarepatents.com

Vilt þú eiga á hættu á því að verða lögsóttur af einhverju stórfyrirtæki vegna þess að þú útfærir scrollbar í forritinu þínu(skiptir engu máli hvort það er commercial, frítt, lokað eða opið)?

Af því að þú notar einhvern sorting algrím sem eitthvert stórfyrirtæki á einkaréttinn á?

Af því að þú ert með ‘start’ takka í gluggakerfinu sem þú skrifar?

Kynnið ykkur endilega málið, skrifið undir listann og vonið að Evrópusambandið samþykki ekki þessi lög.
Sölvi Páll Ásgeirsson