hvar er best að fá smá ráð varðandi php forritun.

Ég á við smá vandamál að stríða. Er búinn að vera forrita svona eitthvað mér til dundurs og er núna að rembast.

Málið er að ég er með tvívíða töflu í textaskjala gagnagrunn

X 1 2 3
B 1 2 3
C 1 2 3

Þetta er þá í skalinu data.txt. Nú svo sæki ég þetta í skemmtilegt array þar sem ég segi bara array[] = File(“data.txt”);

En svo vantar mig að geta sagt array[X] og náð kannski í gildi 3.

Hvað er best að nota þegar maður er með svona tvívíða töflu.

Kannski er þetta ekki rétti vettvangurinn til að ræða þetta, þá bara skjótið þið þetta niður. Væri svakalegt ef einhver gæti hjálpað mér með þetta.. Hef átt í þessum vandræðum áður og enda á því að forrita einhverja langavitleysu…

:) takk… og blessss…