Ég er að ráðast í gerð á tölvuleik, byggðum upp á goðafræði heiðins siðar og vantar menn sem eru til í að vinna að þessu, meira svona sem “hobbý” verkefni heldur en eitthvað annað, þar sem það er nú ekki beinlínis stórt veski á bakvið þessa smíð.

Viðkomandi þarf helst að vera linux notandi (jú, þið þarna windows-fanclub megið líka vera með) en það skapast kannski frekar torleyst vandamál með að færa dót yfir af mac þannig að hægt sé að spila og breyta í annaðhvort linux eða windows, þannig að þeir sem eingöngu nota mac verða (ÞVÍ MIÐUR) að halda sig heima…nema ef þið eruð með einhverja snilldar lausn á þessu vandamáli (ef þetta er svo stórt vandamál)

Ekki hefur verið ákveðið hvaða forritunarmál við ætlum að nota…en ef þú kannt smá í C og smá í java eða whatever, bara EITTHVAÐ forritunarmál þá er þér velkomið að “sækja um”. Einnig eru allir sem vilja búa til textures, allir sem vilja standa í því að búa til mini-games og svoleiðis, allir sem vilja vera að 3dSMax-a og…jah—bara allir sem telja að þeir hafi EITTHVAÐ til málana að leggja eða telja sig geta orðið að liði…

Endilega senda póst á estorriyol@hotmail.com

Kv. Estorriyol…sem kann ekkert í forritun :P