#1: er einhver að fylgjast með þessum þræði? Finnst vera frekar lítil hreyfing… En jæja:

núna loksins loksins hef ég tíma til að byrja að færa mig úr ASP/JScript/MS Access vefforitun upp í .Net/C#/MySql. Ég er sl. 4 ár búinn að nota EditPlus (=Notepad *1000 fleiri fídusar, sjá www.editplus.com) og forritað hina ýmsu vefi og gengið vel. Eðlilega miklu meira í .Net sem þarf að huga að og það fyrsta sem ég er að reyna að ákveða er hvaða umhverfi ég á að forrita í. Möguleikarnir eru

áfram <b>EditPlus/sambærilegur .Net textaeditor</b>
reyndist vel í gömlu ASP forrituninni en sp. hvort í .Net þurfi maður ekki meira drag'n drop fídusa, object browsera osfrv.

<b>Webmatrix</b>
Virkilega flott tól en text-editorinn sjálfur er svo hræðilegur að ég held ég gæti aldrei enst með því. Og engin ný útgáfa síðan í des, ég hef ekki þolinmæði til að bíða eftir nýrri!

<b>Visual studio</b>
Móðir allra umhverfa en er það ekki allt allt of flókið fyrir bara vefsíðu-forritun með gagnagrunnstenginu???

<b>Sharpdevelop</b>
(open source project; http://www.icsharpcode.net/OpenSource/SD) lítur þokkalega vel út og gæti vel hugsað mér að lenda hér en væri gaman að heyra frá öðrum áður en ég byrja að kynna mér það í tætlur


Hvað segið þið sem stundið þetta?