Ég er búinn að vera í litlu vandamáli núna í nokkurn tíma sem ég bara get ekki ráðið framúr og ég er farinn að halda það að þetta sé mjög lítið vandamál sem ég bara get ekki lengur komið auga á vegna gremju ;).
Ég er með JTree á JFrame og ég nota MouseListener til að greina eventa á tréinu. Ef að notandi hægri smellir á tréið þá birti ég JPopupMenu. Vandamálið mitt er það að í upphafi þegar ég starta forritinu og glugginn er bara það stór eins og hann þarf að vera til að ná utanum tréið þá virkar allt fínt og menuinn birtist. Ef ég hinsvegar resiza gluggan þannig að BÆÐI hæðin og breiddin breytist þá birtist glugginn ekki lengur. Ég er búinn að debögga mig ég gegnum þetta og það virðist allt vera að virka. MouseListenerinn er enn að greina atburði og ég nota getX og getY frá MouseEvent til að setja staðsetningu menusins og þau hnit eru alveg rétt þannig að það lítur út fyrir að allt virki eins og áður og virki rétt nema bara að popup.show(e.getComponent(), e.getX(), e.getY()) keyri en geri ekki neitt.
Takið samt eftir að ég sagði ef BÆÐI hæðin og breiddin breytist þegar ég resiza gluggan. Ef ég resiza bara hæðina eða bara breiddina þá virkar þetta ennþá. Ef ég hinsvegar er búinn að resiza bæði þannig að menuinn virkar ekki og resiza gluggan aftur niður í svipaða stærð og hann var þegar forritið startaði þá virkar menuinn aftur.
Ég er semsagt með JTree á JFrame (borderlayout) og þetta er það eina sem ég er með fyrir utan popupinn, svo nota ég MouseListener til að greina eventa og birti JPopupMenu.

Hefur einhver hér hugmynd um hvað gæti verið vandamálið. Allar ábendingar eru vel þegnar.