Ég er að velta því fyrir mér hvort til sé fall í java sem hættir keyrslu forrits (application). Svo þið áttið ykkur kannski betur á því hvað ég á við þá set ég upp eftirfarandi dæmi:

if (input == 0)
{
System.out.println (“”);
System.out.println (“Leik lokid !”);
}

Þetta er bútur úr talnaleik og ef sá sem spilar hann ýtir á 0, þá hættir forritið keyrslu og prentar út stenginn Leik lokið !
Fyrir neðan þá línu kemur svo "Press any key to continue . . . Forritið lokast svo loks þegar ýtt er á einhvern takka á lyklaborðinu.

Mín spurning er þessi: Er ekki til aðferð (t.d. close() eða þess háttar) sem lokar forritinu sjálfkrafa án þess að notandinn þurfi að gera það sjálfur, þ.e.a.s. ef skilyrðum if-setningar er fullnægt eins og í dæminu hér að ofan.