Um daginn rakst ég á nýja <a href="http://www.data.is">íslenska síðu</a> um forritun. Greinilega nýbúið að opna hana, því það er lítið efni þar enn sem komið er, en mér sýnist hún lofa góðu. Meðal þess sem er á síðunni er forritasafn sem skipt er í flokka, greinasafn um forritun, tenglar o.s.frv. Einnig er fólki boðið uppá að birta þar eigin forrit og greinar. Góð viðbót í flóru íslenska netsamfélagsins.

Endilega kíkið á hana (www.data.is) og látið í ljós skoðun ykkar.