Ég er í vandræðum með að teikna á Panel í Pocket PC tölvu og er að velta fyrir mér hvort einhver annar hafi lent í þessu vandamáli og fundið workaround eða hvort ég sé … einn í heiminum. Ég er að nota MS Visual Studio .NET 2003 sem er einmitt með mjög flottum stuðningi fyrir Pocket PC forritun, en mér sýnist sem svo að ekki séu öll kurl komin til grafar hjá þeim Redmond köllum í þeim málum. Skoðum dæmi sem virkar í venjulegri Windows Form Application (þar sem panel er af tegundinni Panel);

Pen p1 = new Pen(Color.Black);
Graphics g = panel.CreateGraphics();
g.DrawLine(p1,0,0,10,10);

EN, þegar þetta er keyrt í Pocket PC (Windows CE) þá fæ ég NotSupportedException og það sem undarlegast er, er það að þótt að ég setji þetta inn í try{} og reyni síðan að catch-a villuna þá crashar forritið samt og ég get ekki catchað neitt.

Mig grunar að þetta liggi í stuðningleysi frá MS, en ef að þið kannist við vandamálið, endilega látið í ykkur heyra.

kv,
thom