Ég skal sjá um forritunarkeppni fyrir ykkur huga.is/forritara.
Þessi keppni mun felast í því að búa til forrit sem keppir við hin forritin í ákveðnum, frekar einföldum borðleik (ekki skák!!). Öll umgjörð er i höndum aðalforrits (sem eg er buinn að skrifa) svo aðeins þarfa að forrita lógíkina. Engir gluggar eða neitt visual output. Ég held að svona keppni sé hentug því hún snýst um að gera forritið sem _er_ best. Ekki forrit sem einhverjum _finnst vera_ best.

Ég set ákveðnar reglur:
1. Keppnin er óháð forritunarmáli.
2. Forritið þarf að vera stand-alone binary (má vera margar skrár en allt sem þarf verður að vera til staðar.) og geta keyrt beint með einni skipun úr pakkanum sem er sendur inn.
3. Senda verður inn kóðann og Win32/dos binary. Forritin keppa á milli sín í gegnum annað forrit, þ.e. leika leiki til skiptis,í gegnum aðalforritið og því verða öll forritin að keyra á sama platformi (og ég býst við að meirihlutinn kýs Windows).

Sjálfur keppti ég við hann Popcorn í þessu svo við erum ekki með (vonandi fæst Popcorn til að vera mín hægri hönd í þessu).
Það er reyndar tvö ár síðan svo ég verð að dusta rykið af þessu og tune-a upp áður en þetta nær lengra…

FREKARI UPPLÝSINGAR SÍÐAR


endilega komið með hugmyndir/nöldur/fleira…